Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, voru hækkuð svívirðilega í vikunni. Mikil reiði braust út og hækkunin hleypti illu blóði í kjaraviðræður á almennum markaði.
Ráðherrar keppast nú við að koma sökinni á bankaráð Landsbankans. Það hljómar hins vegar ekki trúverðugt enda situr bankaráðið í umboði ríkisstjórnarinnar og samkvæmt reglum ráðsins má það ekki svara fyrir sig nema í undantekningartilvikum.
Bankaráðið samanstendur af Helgu Björk Eiríksdóttur, Berglindi Svavarsdóttur, Einari Þór Bjarnasyni, Hersi Sigurgeirssyni, Jóni Guðmanni Péturssyni og Sigríði Benediktsdóttur. Þetta er fólk sem er ekki áberandi í almennri umræðu, eins konar nafnlaus hersing sem tekur á sig sökina fyrir ríkisstjórnina sem ber á endanum ábyrgðina. Fyrir að taka á sig skammirnar mun fólkinu í bankaráði ekki verða refsað með beinum hætti.