Óléttri konu af erlendum uppruna er enn eitt skiptið vísað úr landi og almenningur bregst við í takt við fyrri dag: Hvar er mannúðin? Hvar liggja mörk á milli siðferði lögreglunnar og tilskipana af færibandi? Í tilkynningu frá Útlendingastofnun segir að fordæmi séu fyrir því að fresta brottvísun ef hún stefnir öryggi viðkomandi í hættu. Í þessu tilviki hafi ekkert komið fram um að flutningur úr landi stefndi öryggi í hættu. Þetta stangast að vísu á við ráð Mæðraverndar, sem mælir gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu fari í flug. Hagsmunir barnanna eru sjaldan settir í forgang í þessum tilfellum. Mannúðinni er sárlega ábótavant, sem er ef til vill nauðsyn þegar fólk í valdastöðum er einfaldlega að sinna sinni vinnu. Þar með dregst enn einn samanburðurinn við umdeilda stétt fólks í mannkynssögunni sem var eingöngu að hlýða skipunum. Það er ömurlegt að vera næstur í röðinni.