Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið að hugsanleg misnotkun á þessu kerfi eigi sér stað. Endurgreiðslukerfið var tekið í notkun upp úr aldamótum og hefur verið framlengt í fjórgang. Upphaflega fór þetta af stað til að styrkja einungis kvikmyndagerð en með breyttum markaði myndast fleiri möguleikar á gloppum, til dæmis með gerð skemmtiþátta og net- eða streymisefnis sem er aðeins ætlað til sýninga í eigin dreifikerfi. Er ekki kominn tími á hnitmiðaða afmörkun á landkynningu sem blæs ekki stöðugt upp í verði og erfitt er að halda utan um í bókhaldinu? Þá eru góð ráð orðin dýr.