Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer nú mikinn í fjölmiðlum og ræðst á þingforseta. Talar hann um „hefndarleiðangur“ og „pólitísk réttarhöld“ í tengslum við skipanir varaforseta í forsætisnefnd vegna Klaustursmálsins. Eftir meðferð þeirrar nefndar færi málið til siðanefndar Alþingis þar sem yrði tekið á því.
Í byrjun desember, þegar málið var í hámæli, sagðist Sigmundur geta mætt fyrir siðanefnd eiðsvarinn og lýst því hvað menn hafi sagt í einkasamtölum um félagann. Ítrekaði hann þessa hótun í Kryddsíldinni um áramótin og virtist beina þeirri hótun í ákveðnar áttir. Hótunin virðist hins vegar ekki hafa skilað sínu og tvær grímur farnar að renna á Sigmund. Getur hann staðið við stóru orðin?