Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra voru birt á samráðsgátt og er nú umsagnarfrestur liðinn. Engar umsagnir bárust og verður nú unnið úr málinu.
Samkvæmt drögunum verður nýju umferðarmerki bætt við í 13. grein sem fjallar um vegvísa. Á umrætt merki að nota til að gefa til kynna að umferð á veg sem merkið er við fari um ferðamannaleið sem tengir saman við áhugaverða áfangastaði sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fagurfræðilegt gildi.
Merkið verður rétthyrndur ferhyrningur, 500 millimetrar á breidd og 600 millimetrar á hæð. Á því verður merki viðkomandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og með brúnum ramma.