Gríman verður veitt bráðlega og búast flestir við því að Borgarleikhúsið standi uppi sem sigurvegari. Er sýningin Ríkharður III talin sigurstranglegust í ár. Leikhúsið hefur unnið verðlaunin Sýning ársins síðan 2015. Borgarleikhúsið er því ekki aðeins með alþýðlegri sýningar en Þjóðleikhúsið heldur einnig faglegri.
Þegar kemur að barnasýningum verður munurinn á stóru leikhúsunum, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, enn meiri. Á hverju ári býður Borgarleikhúsið upp á stórfenglegar sýningar fyrir börn á meðan Þjóðleikhúsið er með minna spennandi efni. Einu glæðurnar eru þegar verk Thorbjörns Egner eru sett á svið.
Er Þjóðleikhúsið sífellt að færast í þá átt að verða eins og Rás 1, eða Gufan eins og hún er stundum kölluð. Aðeins fyrir eldri borgara og þröngan hóp menningarvita.