Tveir stjórnmálaflokkar á hægri kantinum fögnuðu afmæli sínu nýverið, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn. Gamla Íhaldið hélt upp á 90 ára afmælið með því að bjóða flokksmönnum að fylgjast með þegar 90 tré voru gróðursett í reit Heimdallar í Heiðmörk.
Þó að Viðreisn sé enn þá á leikskólaaldri, aðeins þriggja ára gamall flokkur, þá trompaði flokkurinn Sjálfstæðisflokkinn hvað þetta varðar. Viðreisnarfólk fór að Þorláksskógum í Ölfusi og gróðursetti 3.000 tré. Fyrr má nú rota en dauðrota.