Samkvæmt heimildum DV mun styttast í endurkomu Sigmars Vilhjálmssonar á veitingamarkaðinn. Þreifingar ku vera í gangi um opnun nýs skyndibitastaðar sem kynni að verða opnaður nú í sumar, í kringum verslunarmannahelgina. Um er að ræða hóp fjárfesta og er Sigmar einn af þeim.
Sigmar hefur verið mjög áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarna daga, þá einkum í tengslum við þriðja orkupakkann og hópinn Orkan okkar sem berst gegn innleiðingu hans.
Fyrir rúmu ári seldi hann hlut sinn í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni Egilshöll. Sigmar og félagi hans, Jóhannes Ásbjörnsson, kallaðir Simmi og Jói, stofnuðu Hamborgarafabrikkuna árið 2010, en þeir höfðu áður gert það gott í sjónvarpi.