Merkilegt er að sjá Sigmund Davíð og flokksbræður hans í Miðflokknum stilla sér upp fyrir myndavélarnar og monta sig af málþófi vegna þriðja orkupakkans, skælbrosandi og glaðhlakkalegir.
Sigmundur sjálfur hefur nú áður kveinkað sér undan málþófi, þegar hann sjálfur var forsætisráðherra. Vorið 2014 kvartaði hann undan „þvermóðsku stjórnarandstöðunnar“ sem væru „lítil takmörk sett“ þegar verið var að ræða skuldaniðurfellingu, eða Leiðréttinguna miklu eins og hún var kölluð. „Nánast farsakennd hegðun“ og „nýjar lægðir“ voru orð sem hann notaði þá.
En hvað er farsakenndara en að þykjast vera rokkstjörnur fyrir það eitt að sólunda tíma þingsins?