MMR gerði nýlega könnun á því í hvaða sæti landsmenn telja að Hatrið mun sigra, framlag Íslands lendi í Eurovision. Um 24 prósent telja að lagið hafni í efstu fimm sætunum og helmingur landsmanna telur að lagið hafni í einu af efstu tíu sætunum. Aðeins 13 prósent telja að lagið hafni í einu af neðstu sætunum.
Þegar litið er til stjórnmálaskoðana þátttakenda í könnuninni vekur athygli að kjósendur Miðflokksins svara á allt annan hátt en aðrir. Um 35 prósent telja að lagið endi í námunda við botninn þrátt fyrir að allt bendi til annars, bæði veðbankar og umtal. Þessi þjóðóhollusta Miðflokksmanna er athyglisverð. Íslandi ekki allt?