Athyglisvert er að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn taki allan hitann og þungann af orkupakkaorrahríðinni sem nú gengur yfir. Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Kolbrún Reykfjörð og Guðlaugur Þór eru fólkið sem svarar fyrir hann opinberlega, bæði gegn pólitískum andstæðingum og eigin kjósendum.
Á meðan sleppa samstarfsflokkarnir, Vinstri græn og Framsókn, algerlega. Ætla mætti að andstaðan við fullveldisframsal til ESA væri engu minni innan þessara tveggja flokka. Venjan er að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn taki á sig hitamálin en nú er því öfugt farið.