Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal umsækjenda um stöðu bankastjóra Seðlabankans. Vilhjálmur var einnig á meðal umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra á síðasta ári en fékk ekki.
Vilhjálmur virðist því nokkuð rótlaus innan bankans en Eyjan greindi frá því síðasta sumar að hann hefði fengið vinnu hjá bankanum, en samkvæmt heimildum hafi það starf ekki verið skilgreint við ráðninguna.
Að lokum fengust þau svör að Vilhjálmur væri tímabundið ráðinn í sérstök verkefni, sem meðal annars tengdust fullveldisafmælinu og bæklingi um sparnað. Vilhjálmur er viðskiptafræðingur.