Már Guðmundsson seðlabankastjóri vekur nú athygli á að seðlabankastjóri hafi setið eftir í launaþróun miðað við aðra æðstu embættismenn. Hafi munurinn ekki verið meiri í áratugi.
Már, sem gegnt hefur embættinu í tíu ár, hættir á árinu og nýr seðlabankastjóri verður skipaður þann 20. ágúst. Segist hann nefna þetta fyrir samkeppnishæfi bankans. Ef laun bankastjóra dragist aftur úr verði erfitt að manna stöðuna. Nefnir hann sérstaklega að skoðun á launum seðlabankastjóra hafi síðast verið gerð fyrir sjö árum.
Ef farið yrði í sérstaka skoðun á laununum og þau hækkuð verulega myndi það væntanlega verða afturvirkt. Gæti Már þá átt von á feitum tékka við starfslok.