Flóttinn úr Þjóðkirkjunni hefur verið mjög hraður undanfarin misseri. Í haust fór hlutfallið í fyrsta skipti undir 60 prósent. Ástæðurnar eru margþættar, þar á meðal fjölgun innflytjenda, reiði vegna þöggunar kynferðisbrota presta og aukið menntunarstig þjóðarinnar.
Kirkjan reynir veikum mætti að berjast gegn þessari þróun til að halda í tilverurétt sinn á fjárlögum. Nýjasta útspilið í Langholtskirkju er að bjóða fólki í bjór þann 1. mars, á bjórdeginum sjálfum. Kór Langholtskirkju verður með sálmasöng og hægt verður að fá sér „einn kaldan í kirkjunni á sanngjörnu verði.“
Leiðrétting:
Viðburðurinn er á vegum kórsins en ekki þjóðkirkjunnar, en var haldinn innan veggja kirkjunnar. Kórinn er að safna fyrir kórferð og fékk tímabundið vínveitingaleyfi til að standa fyrir þessari óvenjulegu fjáröflun.