Vinstri græn halda málþing á laugardaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli flokksins. Umræðuefnin verða loftslagsbreytingar og staða vinstrisins. Ýmsir innlendir og erlendir gestir ávarpa samkomuna. Þar á meðal verða Christian Juhl, þingmaður Enhedslisten í Danmörku, og Jónas Sjöstedt, formaður Venstre í Svíþjóð.
Langstærsta nafnið, stjarna hátíðarinnar, verður sjálfur Ed Milliband, fyrrverandi formaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins. Milliband var einn af arkitektunum á bak við stórsigur Tonys Blair í þingkosningunum árið 1997, hinni miklu hægrikratabylgju. Sögðu margir flokkinn hafa svikið rætur sínar á vinstri vængnum.
Vekur boð Milliband óneitanlega upp spurningar um hvort Vinstri græn skilgreini sig nú sem krataflokk, í ljósi þess að þau eigi erfitt með að keppa við Sósíalista á vinstri vængnum, verandi í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum.