Á árunum 1996 til 1998 gegndi Drífa Sigfúsdóttir hlutverki formanns en utan þess tíma hafa karlmenn staðið vörð um hagsmuni neytenda.
Þetta kann að skjóta skökku við í ljósi þess að konur stýra að mestu leyti innkaupum heimilanna og velja hvaða vörur eru keyptar inn og hvar. Til að mynda stýra þær 94 prósentum af húsgagnakaupum, 84 af matarinnkaupum, 60 af bílakaupum og 51 af raftækjakaupum. Konur ættu því að vera almennt betur meðvitaðar um verðlag og neyslu.