Þetta yrðu tveir góðir sigrar fyrir Vinstri Græn og þó að fylgi þeirra myndi hugsanlega minnka á landsbyggðinni þá myndi það eflast á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fékk slæma útreið í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum.
Sótt hefur verið að ríkisstjórninni og sérstaklega Vinstri Grænum sem hafa þurft að gefa eftir í mörgum málum. Breið stjórn var draumur margra en strax kvarnaðist úr stjórnarliðinu við myndun hennar þegar Rósa Björk og Andrés Ingi sögðust ekki styðja hana. Að minnsta kosti einn annar þingmaður Vinstri Grænna er hugsi yfir stöðunni og tvísýnt er um stöðu Páls Magnússonar hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef þeir færu út væri stjórnin fallin.