fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Fimm hlutir sem Björn Leví gæti spurt um

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 16:40

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 72 fyrirspurnir á yfirstandandi þingi. Flestar eru um hluti sem allir vilja vita en furðulegasta fyrirspurnin er án efa hvert opinbert nafn Reykjavíkur er. DV ákvað að taka saman fimm hluti sem Björn Leví getur spurt um til viðbótar.

Stóra spurningin

„Er veruleiki okkar draumsýn? Erum við þá ábyrg fyrir hlutum sem gerast í hliðstæðum veruleika?“

– Fyrirspurn til ferðamálaráðherra

Þetta óskiljanlega

„Hvað gerir Smári McCarthy við 134 þúsund kallinn sem hann fær fyrir að búa á Hverfisgötu? Og er ekki ósanngjarnt að ég fái engan pening fyrir að búa í Ljósheimum?“

– Fyrirspurn til félagsmálaráðherra

Skóleysið

„Fá þingmenn niðurgreidda skó sem anda?“

– Fyrirspurn til umhverfisráðherra

Það sem enginn vill svara

„Af hverju fékk Ögmundur Jónasson að afþakka ráðherralaun ef það má ekki? Og af hverju hefur enginn annar reynt að afþakka sporslur? Og ef ég skrái mig heima hjá Smára get ég þá líka fengið 134 þúsund kall?“

– Fyrirspurn til fjármálaráðherra

Það sem enginn vill vita

„Hvenær verður næsta bankahrun?“

– Fyrirspurn til forsætisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“