Margir hafa á undanförnum dögum gert grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir mjög hæpnar skýringar hluta Klaustursupptakanna. Það er þegar einhver heyrist augljóslega herma eftir sel eða sæljóni þegar nafn Freyju Haraldsdóttur bar á góma.
Skýringarnar sem gefnar hafa verið á þessu eru að einhver hafi mögulega verið að færa stól eða bremsa á reiðhjóli fyrir utan. Sigmundur hringdi sérstaklega í Freyju til að koma þessum samsæriskenningum áfram.
Staðreyndin er hins vegar sú að samsæriskenningar höfða til margra og þeir sem trúa þeim fer fjölgandi, sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Þetta sést til dæmis hjá stórum hluta kjósenda Trump sem trúir hugmyndinni um Qanon. Að einhvers konar djúpríki sé á móti Trump og stuðningsmönnum hans.
Hægt er að halda hverju sem er fram svo lengi sem nógu margir trúa. Nógu margir til að halda manni í embætti.