fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Upphlaup Jóns

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, rær nú öllum árum að því að endurheimta sess sinn innan ríkisstjórnarinnar. Jón var ekki sáttur í nóvember fyrir ári þegar ljóst var að hann myndi ekki fá ráðherrastól og sást hann ganga út um bakdyrnar í Valhöll.

Þegar stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós sagðist hann hissa á ákvörðun nýs samgönguráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að fallið yrði frá hugmyndum Jóns um vegatolla. Jón hafði talað fyrir því að tollahlið yrðu sett við akstursleiðir út af höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu í vegakerfinu.

Nú ferðast hann um landið ásamt félögum sínum, Ásmundi Friðrikssyni og Vilhjálmi Árnasyni, til að auglýsa vegatollana. Heitir fundaröðin „Það er til önnur leið“ og er ekki á vegum ríkisstjórnarinnar.

Til að bregðast við þessu upphlaupi hefur Sigurður Ingi sjálfur boðað frumvarp um vegatolla, þótt hann hafi talað gegn þeim í þinginu fyrir átján mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta