Í haust var María Heimisdóttir skipuð forstjóri Sjúkratrygginga Íslands af Svandísi Svavarsdóttur. Tók hún við embættinu þann 1. nóvember síðastliðinn. María er læknir að mennt og hefur frá árinu 2010 verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans.
Með henni kemur Baldvin Hafsteinsson lögmaður sem starfaði á skrifstofu forstjóra Landspítalans. Verður hann aðstoðarmaður Maríu en fyrri forstjóri Sjúkratrygginga hafði engan slíkan.
Þykir starfsfólki Sjúkratrygginga þetta einkennilegt í ljósi þess að mikið aðhald hefur verið í rekstri stofnunarinnar um nokkurt skeið. Ákaflega varlega er farið í allar launahækkanir og ráðningar.