Gæti þessi þögn stafað af því að frumvarpið hefur fengið óvenju harða gagnrýni, og ekki aðeins úr hinni fyrirsjáanlegu átt.
Svandís virðist ekki einu sinni geta treyst á stuðning frá konum af vinstri vængnum og hafa til dæmis Ólína Þorvarðardóttir og Inga Sæland lýst efasemdum um frumvarpið. Það hafa einnig samtökin Þroskahjálp gert og segja þau frumvarpið sýna fordóma í garð fatlaðra.
Þögn gæti verið skynsamlegri kostur fyrir Svandísi en að stíga út í þetta fen.