Þegar stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós sagðist hann hissa á ákvörðun nýs samgönguráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að fallið yrði frá hugmyndum Jóns um vegatolla. Jón hafði talað fyrir því að tollahlið yrðu sett við akstursleiðir út af höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu í vegakerfinu.
Nú ferðast hann um landið ásamt félögum sínum, Ásmundi Friðrikssyni og Vilhjálmi Árnasyni, til að auglýsa vegatollana. Heitir fundaröðin „Það er til önnur leið“ og er ekki á vegum ríkisstjórnarinnar.
Til að bregðast við þessu upphlaupi hefur Sigurður Ingi sjálfur boðað frumvarp um vegatolla, þótt hann hafi talað gegn þeim í þinginu fyrir átján mánuðum.