Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti í rúmlega 70 ára sögu sambandsins. Hún er Hvergerðingur í húð og hár, menntuð sem kerfisfræðingur og hefur starfað mikið með menntamál ásamt því að hafa setið í stjórn SÍS í meira en áratug.
Það sem færri vita er að hún er tilheyrir svokölluðu B-fólki, fólki sem vill vakna seinna og fara seinna að sofa. Þegar þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði fram frumvarp um að breyta klukkunni á sínum tíma sendi Aldís inn persónulega umsögn þar sem hún bað þingmenn vinsamlegast að breyta ekki klukkunni því þá hyrfi sólarglætan síðdegis. „Við B-fólkið yrðum fyrir gríðarlegum vonbrigðum ef að þessi breyting yrði að veruleika,“ sagði Aldís og bætti við broskalli ætluðum þingmönnum velferðarnefndar. B-fólk á Íslandi á því minnst einn opinberan fulltrúa í efri lögum stjórnmálanna.