Tilgangur þessa er að sögn ráðherra að vernda brotaþola, vitni og fleiri sem koma við sögu. Þau rök eru þó til málamynda því að raunverulega ástæðan fyrir frumvarpinu er að vernda kerfið.
Dómskerfið allt hefur á undanförnum árum fengið harða gagnrýni fyrir linkind í ofbeldismálum, sérstaklega kynferðisbrotamálum. Hafa skammarlega vægir dómar fallið fyrir alvarleg brot og ofbeldismenn fengið umtalsvert styttri dóma en til dæmis fíkniefnasalar. Með því að birta dómana ekki er hægt að fela þetta fyrir almenningi og reyna þannig að lægja reiðiöldurnar gegn dómskerfinu. Óvíst er hvort Vinstri græn, sem skilgreina sig sem femínskt afl, samþykki þennan gjörning.