Viðurnefnið var í deiglunni vegna mikillar innheimtu fyrir vegamál en aðeins hluti af þeim var nýttur í samgöngubætur. Einnig hefur hann nefnt að aukin gjaldtaka eða vegatollar komi til greina.
Nú er hávær krafa uppi um hækkun skattleysismarka, meðal annars frá verkalýðsfélögunum, og hafa bæði hægri og vinstri menn talað fyrir því. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir þessu eru Ólafur Ísleifsson og Jón Magnússon, gamlir samherjar Bjarna.
Hinn síðarnefndi gagnrýnir ráðherrann og segir flokkinn farinn að snúast gegn grunnstefnu sinni. Í staðinn sé það verkalýðshreyfingin, sem áður vildi stækka báknið, sem þrýsti á um skattalækkanir. Á meðan streitist ráðherra við skattalækkanir og finnur þeim allt til foráttu.