fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Skatta-Bjarni kominn á kreik

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. október 2018 16:30

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherrar hafa í gegnum tíðina fengið viðurnefni tengd sköttum. Var Ólafur Ragnar til dæmis kallaður Skattman og Steingrímur J. kallaður Skattgrímur. Nú þykir mörgum sem ný persóna, Skatta-Bjarni, sé kominn á kreik.

Viðurnefnið var í deiglunni vegna mikillar innheimtu fyrir vegamál en aðeins hluti af þeim var nýttur í samgöngubætur. Einnig hefur hann nefnt að aukin gjaldtaka eða vegatollar komi til greina.

Nú er hávær krafa uppi um hækkun skattleysismarka, meðal annars frá verkalýðsfélögunum, og hafa bæði hægri og vinstri menn talað fyrir því. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir þessu eru Ólafur Ísleifsson og Jón Magnússon, gamlir samherjar Bjarna.

Hinn síðarnefndi gagnrýnir ráðherrann og segir flokkinn farinn að snúast gegn grunnstefnu sinni. Í staðinn sé það verkalýðshreyfingin, sem áður vildi stækka báknið, sem þrýsti á um skattalækkanir. Á meðan streitist ráðherra við skattalækkanir og finnur þeim allt til foráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“