Ekki kemur á óvart að slík tillaga komi frá Sönnu Sósíalista og Kolbrúnu úr Flokki fólksins. En hvorki Eyþór Arnalds né Vigdís Hauksdóttir hafa verið þekkt fyrir að beita sér fyrir þessum málaflokki.
„Veturinn er framundan,“ segir Eyþór í Faceboo-færslu með alvarlegum tón líkt og verkalýðsforingi frá miðri síðustu öld. Hvort alvara liggi þarna að baki eða hvort þetta sé einungis aðferð til að veikja vinstristöðu meirihlutans og jafnframt þétta samstöðuna í minnihlutanum skal ósagt látið. En bæði Sönnu og Kolbrúnu virðist líka ágætlega í þessu samstarfi og mörgum vinstrimönnum finnst þetta óþægilegt.