Öllum er ljóst að RÚV verður ekki lagt niður, til þess er enginn vilji meðal samstarfsflokkanna í ríkisstjórn og sennilega flestra annarra þingmanna flokksins. Samkvæmt nýlegri könnun eru 74 prósent landsmanna jákvæð í garð RÚV og hefur jákvæðnin ekki verið meiri í tólf ár.
Á landsfundi Sjálfstæðismanna í mars var samþykkt að endurskoða og þrengja hlutverk RÚV, taka það af auglýsingamarkaði en ekki leggja niður. Þeir sem vilja leggja RÚV niður eru þó háværir og Sjálfstæðismenn vilja því ekki fæla þá alla í burtu.
Þess vegna er nauðsynlegt fyrir flokkinn að hafa mann innanborðs sem talar fyrir þessum sjónarmiðum án þess að gera neitt í því eins og komið hefur fram í útvarpsviðtali.