Kolbeini hefur verið teflt fram sem varðhundi Katrínar Jakobsdóttur til að verja þau mörgu óþægilegu mál sem VG-liðar hafa þurft að kyngja í stjórnarsamstarfinu. Má þar nefna Landsdómsmálið, stuðning við loftárásir NATO í Sýrlandi, lækkun veiðigjalda og nú síðast kjarabaráttu ljósmæðra.
Allir sem hafa hlustað á Kolbein verja slík mál í útvarpi heyra að hann gerir það með óbragð í munni og lítilli sannfæringu. Nú virðist sem stíflan sé að bresta og fyrsta sprungan komin í ljós því Kolbeinn hjólar í Brynjar Níelsson stjórnarbróður sinn fyrir ummæli um fjölmiðlamenn.