Gangi það eftir er hann um leið orðinn „sterki maðurinn“ í Samfylkingunni. Logi Einarsson, sem varð formaður flokksins fyrir tilviljun, er ágætlega þokkaður en þykir tilþrifalítill og hverfa í skugga nýrri stjarna eins og Helgu Völu Helgadóttur.
Því má slá föstu að Dagur geti orðið formaður þegar hann vill, og innan flokksins er vaxandi stuðningur við að hann verði fenginn í formannsstólinn fyrir næstu kosningar.