fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Ármann á útleið ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 18:28

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hyggist ekki gefa kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili, en kosningar verða árið 2022. Um þetta er nú rætt í herbúðum Sjálfstæðisflokksins, þar sem leitin að mögulegum arftaka er þegar hafin samkvæmt orðinu á götunni.

Ármann, sem er 54 ára, ku vilja hvíla sig á pólitíkinni, enda staðið í ströngu síðan 1998 er hann gerðist fyrst bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hann er stofnandi og var framkvæmdastjóri ENNEMM auglýsingastofunnar milli áranna 1991 og 1995, áður en hann helgaði sig aðstoðarmannastarfi ráðherra, en hann aðstoðaði fyrst Halldór Blöndal milli 1995-1999 í samgönguráðuneytinu. Þá gerðist hann aðstoðarmaður Árna M. Mathiesen, fyrst í sjávarútvegsráðuneytinu milli 1999 -2005 og síðan fjármálaráðuneytinu milli 2005-2006. Allt meðfram störfum sínum sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Þá sat Ármann á þingi árin 2007-2009 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki er þó talið að Ármann ætli að gerast aðstoðarmaður ráðherra að nýju, en þangað til fyrir um mánuði síðan var ekki talið að Sjálfstæðisflokkurinn riði feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum.

Tilheyrir „gangsterunum“

Í ævisögu sinni talar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, um kynni sín af Ármanni. Fyrst hafi allt gengið vel, en síðan hafi borið skugga á sambandið vegna trúnaðarbrests og svo vinslit fylgt í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðismanna 2010, sem Ármann vann og Gunnar varð þriðji. Segir Gunnar aldrei fyrirgefa Ármanni trúnaðarbrestinn.

Gunnar segir að Ármann tilheyri ákveðinni klíku innan Sjálfstæðisflokksins, sem hann kallar gangsterana, sem stjórnað er af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Það sé ekkert leyndarmál að markmið klíkunnar sé að taka yfir Sjálfstæðisflokkinn:

„Þetta eru miskunnarlausir menn og það yrði skelfilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn næðu þeir að taka hann yfir. Koma þarf í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Vinnubrögðin minna einna helst á Óskarsverðlaunamyndina frægu, Guðföðurinn. Gulli er Don Corleone og hinir verða að sverja honum hollustu sína,“

segir Gunnar ómyrkur í máli og nefnir að framkoma þessara manna í sinn garð hafi verið fyrir neðan allar hellur. Það hafi allt verið vegna þess að Gunnar hafi stutt Björn Bjarnason í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar 2003 og við það hafi Guðlaugur sagst ætla að hefna, þó svo hann hefði ekki beðið Gunnar um stuðning sinn.

Gunnar segir einnig að Gulli „sjái um sína,“ og hafi ráðið vini sína og já-bræður í alls kyns verkefni í tíð sinni sem heilbrigðisráðherra. Þá tekur hann fram að fylgjast þurfi með Guðlaugi nú þegar hann sé aftur orðinn ráðherra.

Skyldi Ármann enda í utanríkisráðuneytinu…?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“