fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025

Taktfastir bæjarstjórar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 08:38

Birgir Gunnarsson er nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er hefur Ísafjarðarbær ráðið nýjan bæjarstjóra eftir að Guðmundur Gunnarsson hætti óvænt störfum samkvæmt sameiginlegu samkomulagi við meirihlutann. Lítið var gefið upp um starfslokin annað en að Guðmundur hefði ekki gengið í takt við meirihlutann, án þess að það væri skýrt nánar.

Meint taktleysi Guðmundar virðist þó ekki ná lengra en svo, að það fyrsta sem Guðmundur gerði eftir starfslok sín var að kaupa sér rafmagnstrommusett, líkt og hann nefndi í viðtölum. Slíkt gera fáir sem ekki halda takti.

Nýi bæjarstjórinn heitir Birgir Gunnarsson og kemur frá Siglufirði, en starfaði lengi sem forstjóri Reykjalundar í Mosfellsbæ, þangað til að hann var rekinn þaðan án skýringa, eftir farsælt 12 ára starf.

Birgir er vanur skíðagöngumaður og ætti því að geta gengið í takt við oddvita Sjálfstæðismanna á Ísafirði, Daníel Jakobsson, sem sjálfur hefur gengið á skíðum við góðan orðstír.

Orðið á götunni segir að sveitungar Birgis í meirihlutanum í Fjallabyggð hafi falast eftir starfskröftum Guðmundar eftir að hann hætti í Villta vestrinu, án árangurs, en sem kunnugt er þá á enn eftir að fylla skarð Gunnars Birgissonar eftir að hann hætti þar í lok nóvember vegna heilsubrests.

Orðið á götunni er að ekki hafi verið haft samband við Birgi um að flytja heim og manna stöðuna, en það hefði orðið saga til næsta bæjar ef Guðmundur tæki við bæjarstjórastöðunni á heimaslóðum Birgis og Birgir tæki við bæjarstjórastöðunni á heimaslóðum Guðmundar.

Ekki síst fyrir þær sakir að Guðmundur er Bolvíkingur, sem er einmitt næsti bær við Ísafjarðarbæ, en bæjarstjóri Bolungarvíkur er Ísfirðingur, sem var uppspretta ófárra gamansaga hjá Vestfirðingum.

Þess skal þó getið, til einföldunar, að hvorki Birgir né Guðmundur eru synir téðs Gunnars Birgissonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf

Fer á fótboltaleiki með það eina markmið að finna sér mann til að sofa hjá – Segir að það heppnist alltaf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rautt spjald og læti í uppbótartíma þegar KR jafnaði gegn Val – Stjarnan með fullt hús stiga

Rautt spjald og læti í uppbótartíma þegar KR jafnaði gegn Val – Stjarnan með fullt hús stiga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagður vilja fara til Chelsea frekar en United

Sagður vilja fara til Chelsea frekar en United
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni

Fékk svæsna lungnabólgu og mætir ekki í vinnuna á næstunni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

8,5 milljarðar fyrir Hojlund

8,5 milljarðar fyrir Hojlund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Play hættir við flug til Pula í Króatíu

Play hættir við flug til Pula í Króatíu