Orðið á götunni er að forsetar geti verið alveg jafn utan við sig og aðrir dauðlegir menn, enda bara mannlegir, þó svo sumir líti stærra á sig en aðrir og reyni að kaupa Grænland í gegnum Twitter. Þetta sannaðist þegar forseti Íslands tók á móti forseta Indlands á Bessastöðum í gær og bauð hann velkominn til…Indlands!
Vitaskuld var um mismæli af hálfu Guðna Th. að ræða, en ekki er talið að þau munu hafa jafn alvarlegar afleiðingar og þegar vallarþulurinn í landsleik Frakka og Albaníu á dögunum bað Armensku þjóðina afsökunar á því að þjóðsöngur Andorra var óvart leikinn í stað þess þjóðsöngs Albaníu. Það sem virtist saklaus fótboltaleikur hefur nú orðið að alþjóðlegu deiluefni og hefur forseti Frakklands síðan beðið Albaníu afsökunar á þessari skringilegu uppákomu.
Guðni hafði sjálfur húmor fyrir mismælum sínum í morgun þegar fulltrúar þjóðanna úr ýmsum atvinnugreinum sóttu viðskiptaþing á Hótel Hilton Nordica, en gárungar sögðu að líklega hefði veðurfarið í sumar ruglað Guðna í ríminu, frekar en fólksfjöldinn.