fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025

Verður hægri hönd Bjarna næsti útvarpsstjóri ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 11:39

Svanhildur Hólm Valsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að baráttan um framtíð RÚV sé nú í fullum gangi og skýri að einhverju leyti þá leynd og klúðurslegu vinnubrögð sem einkenna allt ráðningaferlið á næsta útvarpsstjóra.

Vitað er að sú leið sem RÚV fór, eftir ráðleggingum Capacent, um að halda lista umsækjenda leyndum til að fá betri umsækjendur, stríðir þvert gegn upplýsingalögum. Þau lög voru skilmerkileg á heimasíðu RÚV, þangað til í gær, þegar tilvísun í upplýsingalög í persónuverndarstefnu RÚV var breytt á heimasíðunni, enda var tilvísunin ansi neyðarleg, þar sem sýnt þótti að RÚV færi þvert gegn eigin stefnu í málinu.

Svo virðist sem að þetta herbragð hafi sprungið í andlitið á RÚV, þar sem Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, neyddist til að framlengja umsóknarfrestinn um viku. Það gefur til kynna að ekki hafi nægilega góðir umsækjendur sótt um.

En það er líka önnur hugsanleg skýring.

Baráttan, sem vísað er til í upphafi þessa skrifa, gæti nefnilega snúist um úr hvaða flokki umsækjendurnir koma. Staða útvarpsstjóra er auðvitað stórpólitísk í eðli sínu. Og hugur Sjálfstæðismanna er öllum ljós þegar RÚV er annarsvegar, þeir vilja margir losna við stofnunina alfarið ef hægt er.

Orðið á götunni er að Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fyrrverandi dagskrárgerðarkona á RÚV, sé meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar RÚV spurði hana hvort hún hygðist sækja um.

Það þarf ekki mastersgráðu í stjórnmálafræði til að túlka slíkt svar sem já, hún hefði einfaldlega neitað ef hún hygðist ekki sækja um.

Svanhildur hefur allt til brunns að bera fyrir starfið, það dylst engum, en lengi hefur verið orðrómur um að næsti útvarpsstjóri verði kona, það sé skýr krafa frá menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur.

En það er ekki víst að stjórn RÚV hugnist að ráða Svanhildi í stöðuna, þar sem óttast er að hún myndi ganga erinda Sjálfstæðisflokksins, þar sem sögulegt eðli ríkisstofnana er að verja tilvistarrétt sinn með öllum mögulegum ráðum.

Orðið á götunni er að þetta sé hin raunverulega ástæða fyrir því að umsóknarfresturinn hafi verið framlengdur.

Þá er vitað að VG á einnig „hest í kapphlaupinu“ þar sem Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra VG, hefur staðfest að hún hafi sótt um stöðuna. Kolbrún er einnig vel hæf í starfið en hún hefur einmitt unnið sem verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu í tengslum við fullveldisafmælið í fyrra og þekkir vel Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrri tíð.

En þar sem umsóknarfresturinn hefur verið framlengdur, má leiða að því líkum að Kolbrún og Svanhildur þyki ekki nægilega frambærilegar að mati Capacent, eða Kára og þá sé kröfunum einfaldlega breytt eins og svo oft áður.

Eða, ef guð lofar, að ekki standi til að ráða „pólitískt“ í starfið. En líklega er það óskhyggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar