Orðið á götunni er að sameining útgerðarfélaganna Vísis og Þorbjarnar í Grindavík gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér, þar sem óttast er að gripið verði til niðurskurðar og uppsagna, eða svokallaðrar hægræðingar í rekstri þegar af sameiningunni verður.
Alls vinna um 600 manns hjá báðum fyrirtækjum, en heyrst hefur í Grindavík að allt að 100 manns gætu misst vinnuna við sameiningu þó ekkert sé staðfest í þeim efnum.
Sameinað félag myndi ráða yfir um 9,77% alls kvóta á hér á landi, sem yrði það mesta á Íslandi hjá einu fyrirtæki, en Brim kæmi fast á hæla þess með 9,43%.
Kjörnir fulltrúar í Grindavík hafa fagnað sameiningunni, þar sem hún tryggi kvóta í bæjarfélaginu meðan aðrir segja slíkan fögnuð vera pólitískan afleik, þar sem ljóst þyki að mörg störf muni tapast. Skrítið sé því að fagna atvinnumissi.
Framhaldið verður að minnsta kosti forvitnilegt.