fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025

Sigurður Ingi í marga hringi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 17:12

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sé hugsanlega orðinn pínulítið ringlaður yfir öllum U-beygjunum sem hann hefur tekið varðandi stefnumál Framsóknarflokksins á þessu kjörtímabili.

Í gær samþykkti Sigurður Ingi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Sú ákvörðun stríðir gegn samþykkt Framsóknarflokksins á síðasta flokksþingi, sem og grundvallarstefnu Framsóknar og flugvallarvina sem bauð fram í þar – síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Þetta er þó ekki fyrsta U-beygjan sem Sigurður Ingi tekur, því flestir muna afstöðu hans til veggjalda á fyrstu stigum þeirrar umræðu, hvar hann lýsti sig alfarið á móti slíkum áformum. Síðan hefur sú afstaða tekið stakkaskiptum og Sigurður Ingi talar nú manna hæst fyrir  veggjöldum.

Þá var Sigurður Ingi einnig talinn hafa farið gegn samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna þegar hann blés til blaðamannafundar um samgöngusamkomulagið við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, án þess að kynna samkomulagið fyrir ríkisstjórninni og ríkisstjórnarflokkunum. Sú U-beygja Sigurðar var sögð svo svæsin að hann hafi í raun keyrt þvert gegn akstursstefnu, þar sem innakstur var bannaður, en ríkisstjórnarsamstarfið var sagt hætt komið, þó svo stjórnarliðar hafi reynt að lægja öldurnar og gera lítið úr málinu.

Sigurður Ingi sagði svo í október að líkur væru á því að nýr spítali myndi rísa að Keldum í framtíðinni, þó svo til stæði hjá ríkinu að selja landið til að fjármagna samgöngusáttmálann. Það er máske ekki stefna Framsóknarflokksins að útiloka slíkt, en þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur lengi talað fyrir að reisa nýjan Landspítala á því svæði, var talið að Sigurður Ingi ætlaði sér að efna kosningaloforð Miðflokksins. Sem hlýtur að teljast einhverskonar U-beygja, eða að minnsta kosti handbremsubeygja, enda litlir kærleikar þar á milli.

Það hlýtur að skjóta skökku við að miðjuflokkur ríkisstjórnarinnar, sem átti að binda saman hægrið og vinstrið, skuli beygja svo af leið sinni og alls óvíst að landsbyggðin, sem Framsóknarflokkurinn sækir jafnan fylgi sitt til, sé ánægð með hringakstur formannsins.

En það er svosem erfitt að fullyrða um nokkurn skapaðan hlut, við lifum jú í veruleika þar sem borgaryfirvöld segja að hringtorgið á Hagatorgi sé ekki hringtorg. Heldur akbraut sem liggi í hring.

En ekki einu sinni Sigurður Ingi gæti tekið U-beygju þar. Eða hvað ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dagur Fjeldsted kallaður inn í U21 árs landsliðið

Dagur Fjeldsted kallaður inn í U21 árs landsliðið
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél