fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Verður framboðið af Geir meira en eftirspurnin?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. janúar 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sé á leið í framboð. Í næsta mánuði verður kosið um formann KSÍ á nýjan leik, en Guðni Bergsson hefur gegnt formennsku í þessu stærsta sérsambandi ÍSÍ undanfarin tvö ár og sækist eftir endurkjöri.

Guðna hefur ekki tekist að fá alla á sitt band. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök liða í tveimur efstu deildum Íslands, vildi til dæmis veita fjármunum sem Guðni vildi setja í nýja stöðu yfirmanns knattspyrnumála, til annarra verkefna, en hin nýja staða var eitt af kosningaloforðum Guðna, sem enn hefur ekki tekist að ráða í og var að lokum frestað fram yfir ársþingið.

Margir segjast þó uggandi yfir því að fá Geir inn aftur enda var drykkjumenning í hans tíð sem formanns nokkuð sem margir gátu ekki sætt sig við. Margir eru hissa á því að Geir ætli að snúa aftur eftir svona stutta fjarveru, en lítið hefur til hans spurst eftir að Miðflokkurinn náði ekki inn manni í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þar sem Geir var oddviti.

Geir, sem er heiðursformaður KSÍ, klifraði metorðastigann innan UEFA í tíð sinni hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hafa málsmetandi menn innan íþróttasambandsins lýst yfir undrun sinni við Eyjuna, á að Geir hafi ekki náð að koma ár sinni betur fyrir borð innan UEFA og er umrædd drykkjumenning sögð vega þar þungt.

Orðið á götunni er að margir knattspyrnumenn úr karla- og kvennalandsliðum Íslands vilji ekki fá Geir inn sem formann aftur. Leikmenn ku hafa verið orðnir þreyttir á því að hafa drukkna starfsmenn KSÍ með í för þegar haldið var í verkefni erlendis, en oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eru Geir og vinir hans innan sambandsins sagðir hafa fengið sér í tána meðan leikmenn voru að einbeita sér að því að ná í góð úrslit fyrir land og þjóð og hefur verkefni í Tékkland sérstaklega verið nefnt í því sambandi.

Í tíð Guðna hefur sambandið unnið í því að bæta ímynd sína út á við og hefur það tekist með nokkrum ágætum. Orðið á götunni er að innan KSÍ þyki fólki það vera skref aftur á bak, nái Geir kjöri að nýju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista

Þessar þjóðir eru með stærstu brjóstin – Íslenskar konur ofarlega á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband

Eru að skilja eftir 30 ára hjónaband
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set

Grindavíkurbær vildi ekki kaupa Sturlu sem hefur verið fluttur um set
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“