fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Með pálmann í höndunum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:41

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, standi nú eftir með pálmann í höndunum, bókstaflega, eftir valið á hinu umdeilda suðræna listaverki sem prýða á nýtt hverfi, Vogabyggð.

Að þessu sinni er orðatiltækið þó ekki í sérlega jákvæðri merkingu fyrir borgarstjóra, sem þurfti síst af öllu á slíkum fréttum að halda, eftir skandalinn með braggann og aðrar framúrkeyrslur.

Kaup Reykjavíkurborgar á tveimur pálmatrjám hafa vakið hörð viðbrögð fólks, en Reykjavíkurborg hyggst eyða minnst 70 milljónum í verkið, til móts við lóðareigendur Vogabyggðar, sem munu einnig greiða 70 milljónir. Tvo innflutt pálmatré munu því kosta 140 milljónir.

Ekki hefur komið fram hver kostnaðurinn verður við viðhald verksins eða hver muni sjá um það, en ljóst er að það gæti reynst nokkur áskorun, þar sem pálmatré hafa átt fremur stutta ævi hér á landi og hafa Perlan, flugstöð Leifs Eiríkssonar og Smáralind verið nefnd sem dæmi, þar sem þeim trjám var á endanum skipt út fyrir gervipálmatré.

Samkvæmt stefnu borgaryfirvalda skulu listaverk vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma og hverfa og er það tilfellið einnig í deiliskipulagi Vogabyggðar. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður dómnefndarinnar sem valdi sigurverkið, segir að verkið verði segull og kennileiti fyrir hverfið.

Orðið á götunni er að Hjálmar, sem gjarnan er nefndur Holu-Hjálmar, hafi nú af gárungum alnetsins nú verið gefið nýtt viðurnefni.

Pálma-Hjálmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar

Telja ættartengsl við formann KSÍ ekki tengjast skoðun Lárusar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta

Missti álit á átrúnaðargoði sínu þegar að hann borðaði pasta
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bjarni framlengir við KA