fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Með pálmann í höndunum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:41

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, standi nú eftir með pálmann í höndunum, bókstaflega, eftir valið á hinu umdeilda suðræna listaverki sem prýða á nýtt hverfi, Vogabyggð.

Að þessu sinni er orðatiltækið þó ekki í sérlega jákvæðri merkingu fyrir borgarstjóra, sem þurfti síst af öllu á slíkum fréttum að halda, eftir skandalinn með braggann og aðrar framúrkeyrslur.

Kaup Reykjavíkurborgar á tveimur pálmatrjám hafa vakið hörð viðbrögð fólks, en Reykjavíkurborg hyggst eyða minnst 70 milljónum í verkið, til móts við lóðareigendur Vogabyggðar, sem munu einnig greiða 70 milljónir. Tvo innflutt pálmatré munu því kosta 140 milljónir.

Ekki hefur komið fram hver kostnaðurinn verður við viðhald verksins eða hver muni sjá um það, en ljóst er að það gæti reynst nokkur áskorun, þar sem pálmatré hafa átt fremur stutta ævi hér á landi og hafa Perlan, flugstöð Leifs Eiríkssonar og Smáralind verið nefnd sem dæmi, þar sem þeim trjám var á endanum skipt út fyrir gervipálmatré.

Samkvæmt stefnu borgaryfirvalda skulu listaverk vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma og hverfa og er það tilfellið einnig í deiliskipulagi Vogabyggðar. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður dómnefndarinnar sem valdi sigurverkið, segir að verkið verði segull og kennileiti fyrir hverfið.

Orðið á götunni er að Hjálmar, sem gjarnan er nefndur Holu-Hjálmar, hafi nú af gárungum alnetsins nú verið gefið nýtt viðurnefni.

Pálma-Hjálmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén