Drottningin frá Júpíter heitir ný íslensk skáldsaga sem kemur út þessa dagana eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur.
Er þetta þriðja bók höfundar, sem hefur lokið meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands og handritagerð við einn virtasta kvikmyndaskóla veraldar, New York Film Academy.
Orðið á götunni er að Júlía Margrét eigi ekki langt að sækja skáldskapargáfuna, því faðir hennar er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, sjálfur Einar Kárason.