Orðið á götunni er að prenta þurfi annað eintak af fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þar sem það séu svo margar villur í henni. Nefndarritarar í fjárlaganefnd hafa enn ekki fengið eintak af fjármálaáætluninni, né fengu þeir boð á kynningarfund um hana, líkt og þeir fengu í fyrra, en þeir eru jafnan prófarkalesarar slíkra áætlana.
Sem dæmi um villur er að 10 milljarða munur er á málefnasviðinu um fjármagnskostnað og lífeyrisskuldbindingar. Billjón króna munur er í áætluðum markmiðum um útflutningstekjur. Þá eru markmiðin sögð vera á árinu 2018, en ekki 2019.
Villurnar eru víst svo margar og alvarlegar að nýrrar prentunar er þörf.
Orðið á götunni er að fljótlega komi fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, Pírata á þingi, um hvernig þessi mistök komu til.