Orðið á götunni er að oft reynist stjórnmálamönnum erfitt að muna eigin skoðanir á ýmsum málum. Þetta hafi komið í ljós í prófkjöri Pírata í Reykjavík um helgina, þegar frambjóðandi nokkur tók kosningapróf á netinu. Í aðdraganda prófkjörsins var búið til svokallað kosningapróf til handa kjósendum, sem finnur út hvaða frambjóðandi hentar viðkomandi kjósanda best, eftir því hvernig hann svarar spurningum prófsins. Við gerð slíks prófs þarf frambjóðandinn að skila inn skoðunum sínum fyrirfram og forritari hanterar svörin inn í formúlu sem parar saman svör kjósenda við skoðanir frambjóðenda. Slík próf hafa verið alþekkt um nokkuð skeið, í Alþingis-, sveitastjórnar,- og forsetakosningum.
Orðið á götunni er að Þórlaug Borg Ágústsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, hafi svarað kosningaprófi Pírata, í þeirri von um að kosningaprófið skilaði þeirri niðurstöðu að hún sjálf væri heppilegasti frambjóðandinn til að kjósa, augljóslega, enda þurfti Þórlaug aðeins að svara spurningum prófsins eftir eigin samvisku til þess að fá þá niðurstöðu.
Það varð hinsvegar ekki niðurstaðan.
Mun Þórlaug hafa komið þessu á framfæri meðal kollega sinna og kennt gölluðu forriti um hina óheppilegu niðurstöðu. Hinsvegar virðist enginn galli hafa fundist og niðurstaða annarra frambjóðenda komið 100% heim og saman við svörin sem þeir gáfu.
Orðið á götunni er að Þórlaug hafi gleymt eigin sannfæringu…