fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Tan á Tene

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi skroppið í sólina á Tenerife. Það er hollt og nauðsynlegt hverjum þingmanni að taka sér hvíld frá amstri dagsins og hlaða rafhlöðurnar fyrir átökin framundan. Svokölluð nefndarvika er ágæt til þess fallin að kúpla sig út og njóta lífsins, en Brynjar er ekki formaður neinnar nefndar og getur því legið áhyggjulaus í sólinni, á fullum launum, þar sem hann kallaði ekki eftir varamanni.

Hver veit nema Brynjar taki við keflinu sem Árni Páll Árnason skildi eftir sig á þinginu, en hann þótti jafnan vera hörundsdekkri en almennt gengur og gerist og eðlilegt þykir, meðal bleiknefja á Alþingi. Var gjarnan talað um dökkbrúna Chesterfield sófa í því sambandi. Hvort brúnka Brynjars komist á sama stall og Árna Páls verður þó að teljast ólíklegt, þar sem Árni Páll útskýrði sjálfur að hann væri einfaldlega þannig af guði gerður, meðan Brynjar þarf að treysta á sællega sólbrúnku, eða tvöfaldan túrbótíma í ljósabekk. Með nýjum perum.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu