Þingmenn eiga að nota svokallaða kjördæmaviku til að heimsækja kjósendur sína og fara yfir mál
líðandi stundar. Að þessu sinni bar örlítinn skugga á, þar sem aksturspeningamál einstakra
þingmanna vildu trufla fundina. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins brugðu á það ráð að funda norður á
Siglufirði. Flogið var norður í land (Ásmundur líka), ekið á Siglufjörð og munstrað sig inn á hið nýja og
glæsilega Sigló hótel. Örfá fyrirtæki eru gjarnan heimsótt á svona stundum og síðan er fundað um
helstu mál þingsins. Loks er borðað saman og gleði við völd fram eftir kvöldi.
Orðið á götunni er þetta sé allt gott og blessað. Það veki hins vegar athygli að við heimkomu sendi
þingmenn reikninginn fyrir öllu saman, fluginu, flutningum á landi, hóteli og kvöldverð á Alþingi. Hér
eru umtalsverðar upphæðir þegar stór þingflokkur á í hlut. Allt er þetta samkvæmt reglum þingsins.
Þetta er því ekki bundið við Sjálfstæðisflokkinn. Flestir eða allir flokkar þingsins hafa þennan háttinn
á, enda verða þeir að vera í góðu sambandi við kjósendur.
Það er nefnilega aldrei að vita hvenær næstu kosningar verða.