fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025

Krafa um afsögn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að grasrót Miðflokksins logi nú ljósum logum og að stór hluti hennar heimti nýja forystu. Krafa er um Gunnar Bragi og Bergþór Ólason segi af sér strax, áður en að mótmælin sem boðuð eru um helgina á Austurvelli, fara fram. Ekki sé nóg að fara í leyfi, líkt og ætlunin er.

Hinn hópurinn, þeir sem tala um að standa saman og þétta hópinn, er lítill og sagður hagsmuna að gæta, en þeir séu allir á „spenanum“.

Sá hópur er hinsvegar nokkuð valdamikill.

Þess má geta að stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum þingmönnum; einmitt þeim fjórum sem sátu að sumbli á Klaustur bar.

Sigmundur Davíð er formaður, Gunnar Bragi er varaformaður, Kolbrún Anna er annar varaformaður og Bergþór er fulltrúi þingflokksins.

Gunnar Bragi er sagður hrokafullur í tilsvörum og vill fólk að hann víki til að hægt sé að rétta flokkinn af, því enn sé fólk í flokknum sem hafi hugsjónina að leiðarljósi.

Rætt er um að Birgir Þórarinsson taki við sem þingsflokksformaður. Hann þykir traustur, vel liðinn og með gríðarmikla menntun í alþjóðasamskiptum. Hann er rólegur, en metnaðargjarn að sama skapi. Einnig munaði ekki mörgum atkvæðum að hann næði að verða varaformaður. Hann var í Alþingishúsinu, í vinnunni, þegar hinir þingmennirnir sátu að sumbli á Klaustur bar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flamengo vill fá leikmann Arsenal

Flamengo vill fá leikmann Arsenal
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi

Hefði orðið dýrastur og launahæstur í heimi