fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025

Gunnar Bragi valtur í sessi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 11:38

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar, er að Gunnar Bragi Sveinsson sé rúinn öllu trausti innan Miðflokksins. Staða Sigmundar Davíðs, formanns, er einnig sögð tvísýn.

Margir úr grasrótinni eru sagðir hugsi, þar sem þeir styðja hvorki Sigmund Davíð né Gunnar Braga og enn síður Bergþór Ólason, eftir að fréttirnar um leyniupptökurnar birtust í gær.

Vilborg G. Hansen, sem er varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefur bæði sagt sig bæði úr Miðflokknum og bankaráði:

„…þar sem mér er ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem ég sit í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í DV og Stundinni.“

Staða Gunnars Braga þótti viðkvæm áður, en framganga hans í leyniupptökunum virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

Fjölmargir hafa kallað eftir afsögn Gunnars Braga og Bergþórs innan Miðflokksins og margir undrast nálgun Sigmundar Davíðs með yfirlýsingu sinni í gær á Facebook, að rengja fréttaflutninginn og gera upptökurnar sjálfar að aðalatriðinu, í stað þess að sýna auðmýkt og biðjast afsökunar á sinni framgöngu.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar eru mjög margir flokksmenn ósáttir, málið sé alvarlegt og ekki til fyrirmyndar né eftirbreytni, ekki síst vegna stefnu flokksins í jafnréttismálum.

Aðeins tvær úrsagnir eru staðfestar úr Miðflokknum eftir að fréttir bárust í gærkvöldi, samkvæmt skrifstofu Miðflokksins. Er stuðningsyfirlýsingum sagt rigna inn í kjölfar fréttaflutningsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum í umferð – Dauðsfall til rannsóknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola

Walker opnar sig – Erfitt samtal við Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til Bandaríkjanna

Snýr aftur til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar