fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025

Minnisblað á morðfjár

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að samningurinn sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði við Íslandsvininn Michael Ridley, fyrrum yfirmann fjárfestingabankastarfssemi JP Morgan, sé afar hagkvæmur, þó aðallega fyrir Michael Ridley. Tilkynningin um störf hans var birt þann 3. apríl og eru áætluð starfslok 15. maí.

Ridley mun sinna ráðgjafastörfum sem tengjast endurskipulagningu fjármálakerfisins, efndum stöðuleikasamkomulaga og öðrum tilfallandi verkefnum. Fyrir viðvikið fær hann 14.5 milljónir króna, sem verður að teljast nokkuð gott fyrir ekki lengri vinnutíma.

Ridley þessi kom hingað til lands þann 5. október 2008 ásamt tveimur öðrum starfsmönnum JP Morgan, að ósk Seðlabanka Íslands til ráðgjafar, en þetta var rétt áður en bankakerfið hér fór á hliðina í hinu svokallaða hruni. Samkvæmt framburði Össurar Skarphéðinssonar, Árna G. Mathiesen og Björgvins Gíslasonar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er Ridley maðurinn sem kom íslensku ráðherrunum í skilning um að bankarnir væru fallnir og að grípa þyrfti til neyðarlaga. Er það orðað sem svo, að hann hafi verið sá sem vakti þá af værum blundi og það hafi verið stund sannleikans er hann kom þeim í skilning um hvað þyrfti að gera.

Daginn eftir flutti Geir H. Haarde sögufrægt sjónvarpsávarp, hvar hann bað sjálfan guð almáttugan um að blessa Ísland.

Orðið á götunni er að hlutskipti og mikilvægi Ridley sé annað og minna nú en þá og að ráðuneytið sé einungis að skreyta sig með fjöðrum „erlends sérfræðings“ sem baktryggingu fyrir væntanlegri gagnrýni á störf ráðuneytisins.  Á endunum muni hinn virti erlendi sérfræðingur aðeins skila af sér ómerkilegu minnisblaði, hvers vægi verður ávallt mælt í milljónunum sem það kostaði, í stað þeirra niðurstaðna sem pantaðar voru.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald

Antony sleppur við leikbann eftir rautt spjald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United skrifar söguna sama hvað gerist í kvöld

United skrifar söguna sama hvað gerist í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað