fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Sendiherrann og kvennabúrið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. mars 2018 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ónefndur sendiherra Íslands sé nú staddur í Suður-Ameríku. Sú heimsálfa hefur upp á margt að bjóða og þeir sem þangað fara eru gjarnan uppnumdir af fegurð hennar og menningu, enda afar fjölbreytt, falleg og ægileg í senn.

Menning og hefðir annarra landa fara þó ekki ávallt saman við menningu og gildi íslendinga og þykir það því nokkuð merkileg upplifun fyrir bleiknefja frá Íslandi að ganga fram á kvennabúr, jafnvel þó um lífsreyndan sendiherra sé að ræða. Slík búr hafa ekki tíðkast á Íslandi, en til glöggvunar skal tekið fram að kvennabúr er ekki annað nafn yfir hefðbundið kvennafangelsi, þó svo frelsissvipting komi við sögu í báðum tilfellum.

Orðið á götunni er að umræddur sendiherra hafi birt mynd af hinu sögufræga kvennabúri á samfélagsmiðlum, en láðst að greina frá samhengi erindagjarða sinna, sem geti valdið ákveðnum misskilningi, þar sem saga kvennabúra í Suður-Ameríku er kannski ekki almenn vitneskja meðal  Frónarbúa.

Tekið skal fram, svo úr verði ekki alþjóðlegt hneyksli og milliríkjadeila, að sendiherrann er ekki í opinberri heimsókn, heldur í fríi á eigin vegum og kvennabúrið sjálft er galtómt og ævafornt.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum

England: Öruggt hjá Arsenal gegn Forest – Villa tapaði stigum
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“