fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Þegar sannfæringin gleymist

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að oft reynist stjórnmálamönnum erfitt að muna eigin skoðanir á ýmsum málum. Þetta hafi komið í ljós í prófkjöri Pírata í Reykjavík um helgina, þegar frambjóðandi nokkur tók kosningapróf á netinu. Í aðdraganda prófkjörsins var búið til svokallað kosningapróf til handa kjósendum, sem finnur út hvaða frambjóðandi hentar viðkomandi kjósanda best, eftir því hvernig hann svarar spurningum prófsins. Við gerð slíks prófs þarf frambjóðandinn að skila inn skoðunum  sínum fyrirfram og forritari hanterar svörin inn í formúlu sem parar saman svör kjósenda við skoðanir frambjóðenda. Slík próf hafa verið alþekkt um nokkuð skeið, í Alþingis-, sveitastjórnar,- og forsetakosningum.

 

Orðið á götunni er að Þórlaug Borg Ágústsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, hafi svarað kosningaprófi Pírata, í þeirri von um að kosningaprófið skilaði þeirri niðurstöðu að hún sjálf væri heppilegasti frambjóðandinn til að kjósa, augljóslega, enda þurfti Þórlaug aðeins að svara spurningum prófsins eftir eigin samvisku til þess að fá þá niðurstöðu.

Það varð hinsvegar ekki niðurstaðan.

Mun Þórlaug hafa komið þessu á framfæri meðal kollega sinna og kennt gölluðu forriti um hina óheppilegu niðurstöðu. Hinsvegar virðist enginn galli hafa fundist og niðurstaða annarra frambjóðenda komið 100% heim og saman við svörin sem þeir gáfu.

Orðið á götunni er að Þórlaug hafi gleymt eigin sannfæringu…

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trent neitaði að tjá sig

Trent neitaði að tjá sig
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað