Orðið á götunni er að flest sé breytingum háð – og auðmenn eru þar ekki undanskyldir.
Þetta rifjast upp þegar flett er bókinni Auðmenn Íslands eftir Jónas Sigurgeirsson og Pálma Jónasson
sem kom út fyrir aldarfjórðungi. Þar eru nöfn sem yngri kynslóðin hefur aldrei heyrt minnst á, þó að
þar séu góðkunningjar þeirra sem eldri eru. Í bókinni var horft til þeirra sem áttu 200 milljónir eða
meira í hreina eign. Líklega þyrfti að gefa út heila ritröð ef sú upphæð væri viðmiðið í dag.
Allt er á hverfanda hveli. Hundruð Íslendinga eru taldir upp í nafnaskrá sem auðmenn Íslands árið
1992. Jón Ásgeir Jóhannesson slefar þar inn, en þar eru ekki menn eins og Björgólfur Thor
Björgólfsson, Róbert Wessman, Ólafur Ólafsson, Ágúst og Lýður Guðmundssynir o.sv.frv.
Græddur er geymdir eyrir. Auðmenn koma hins vegar og fara eins og flest annað dauðlegt…
Spurning hvernig listinn lítur úr eftir annan aldarfjórðung.